Herbergi

Standard herbergi

Standard herbergin eru innréttuð í hefðbundnum norrænum stíl. Gólfin eru parketlögð og litavalið er náttúrulegt og hlýlegt. Standard herbergin henta hjónum, pörum eða einstaklingum sérstaklega vel. Frítt internet er alls staðar á hótelinu.

Superior herbergi

Superior herbergin á Stracta eru aðeins rýmri en hin hefðbundnu tveggja manna herbergi. Herbergin henta einkar vel hjónum, pörum eða einstaklingum sem ferðast saman. Í hverju superior herbergi fylgja sloppar.

Studio með sér inngangi

Í studio herbergjum er eldhúskrókur, rúm og lítil stofa með svefnsófa í einu rými. Þessi valkostur hentar tveimur til fjórum einstaklingum mjög vel.

Tveggja herbergja íbúðir

Íbúðirnar eru kjörnar fyrir fjölskyldur. Í þeim eru tvö svefnherbergi, alrými með eldhúsinnréttingu og tvíbreiðum svefnsófa, sjónvarpi, borðum og stólum. Þær geta hýst allt að 6 manns í einu í tveimur herbergjum og svefnsófa. Með hverri íbúð fylgir sér heitur pottur.

Svíta

Á Stracta eru tvær svítur. Hvor um sig er 60m2 og eru þær búnar öllum helstu þægindum, svo sem stóru hjónarúmi, heitum potti, baðkari, mini-bar, sloppum, inniskóm og öðru því sem eykur vellíðan gesta okkar.

  • Velkomin á

    Stracta Hotel

    iceland

    STRACTA HOTEL er í rúmlega klukkustundar akstri frá Reykjavík og þaðan er stutt í allar helstu náttúruperlur Suðurlands. Það er kjörið að dvelja á hótelinu og fara í dagsferðir þaðan til að skoða öll helstu nátturuundur Íslands, svo sem Vestmannaeyjar, Eyjafjallajökul, Heklu, Þórsmörk, Landmannalaugar eða aka gullhring að Gullfossi, Geysi og Þingvöllum.

    Á BÍL
    KEFLAVÍK - 1h 45m | REYKJAVÍK - 1h 15m

    Stracta Hotel - Loved By Guests        Stracta Hotel - Honeymoon Award

    Hotels Combined Award        Kayak Award

    Meira um Stracta

  • Veitingar

    Bistro (Bar/Veitingastaður) er á jarðhæð hótelsins. Gestir okkar geta notið fjölda rétta, allan daginn. Bistro er opið bæði fyrir gesti og gangandi.

    Veitingahúsið Garður er á annarri hæð hótelsins og þaðan er víðsýnt til allra átta. Veitingahúsið leggur áherslu á heilsusamlegt fæði sem unnið er úr afurðum í nærliggjandi sveitum.  Stracta Hótel er í miðju stærsta landbúnaðarhéraðs landsins.

    Skoða veitingar

  • Stracta í náttúrunni

    Frá STRACTA HÓTEL er stutt í allar helstu náttúruperlur Suðurlands. Náttúran í umhverfi hótelsins er stórbrotin og sagan við hvert fótmál. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í formi afþreyingar eða afslöppunar á Stracta Hótel.

    Skoða nánar

  • Afþreying

    Gestum okkar á Stracta Hótel bjóðast margir möguleikar til afþreyingar, allt eftir áhuga hvers og eins. Hafið samband við þjónustuborð og skoðið möguleika sem eru í boði.  

    Skoða nánar um afþreyingu

  • Europcar logo

    Margar gerðir af bílum...

    Við leggjum okkur fram við að veita viðskiptavinum okkar persónulega og góða þjónustu. Við bjóðum uppá góða bíla, smáa og stóra, á afar hagstæðum kjörum. 

    Find a vehicle