Hlýjar móttökur og notarleg herbergi bíða gesta okkar. Hótelið er hannað með þarfir gestanna í huga og  þar er að finna allt það sem nærir líkama og sál. Veitingar af ýmsu tagi, rólegheit og afslöppun eða afþreying og fjör. 

Standard herbergi

Standard herbergin eru innréttuð í hefðbundnum norrænum stíl. Gólfin eru parketlögð og litavalið er náttúrulegt og hlýlegt. Standard herbergin henta hjónum, pörum eða einstaklingum sérstaklega vel. Frítt internet er alls staðar á hótelinu.

Superior herbergi

Superior herbergin á Stracta eru aðeins rýmri en hin hefðbundnu tveggja manna herbergi. Herbergin henta einkar vel hjónum, pörum eða einstaklingum sem ferðast saman. Í hverju superior herbergi fylgja sloppar.

Studio með sér inngangi

Í studio herbergjum er eldhúskrókur, rúm og lítil stofa með svefnsófa í einu rými. Þessi valkostur hentar tveimur til fjórum einstaklingum mjög vel.

Tveggja herbergja íbúðir

Íbúðirnar eru kjörnar fyrir fjölskyldur. Í þeim eru tvö svefnherbergi, alrými með eldhúsinnréttingu og tvíbreiðum svefnsófa, sjónvarpi, borðum og stólum. Þær geta hýst allt að 6 manns í einu í tveimur herbergjum og svefnsófa. Með hverri íbúð fylgir sér heitur pottur.

Svíta

Á Stracta eru tvær svítur. Hvor um sig er 60m2 og eru þær búnar öllum helstu þægindum, svo sem stóru hjónarúmi, heitum potti, baðkari, mini-bar, sloppum, inniskóm og öðru því sem eykur vellíðan gesta okkar.