Studio íbúðirnar eru 24m2 að stærð. Þau henta vel fyrir vini eða litlar fjölskyldur. Hægt er að búa um svefnsófann fyrir einn fullorðinn, eða tvö börn.

Studío íbúðirnar eru búin sér baðherbergi, sjónvarpi, hárþurrku, síma og litlum eldhúskrók með ísskáp og helstu tækjum og áhöldum til upphitunar á mat og drykk. Frír Internetaðgangur er í smáhýsunum.

Til að sjá betur Studio II smáhýsin ýtið á tengilinn við hliðina: https://www.stractahotels.is/360/

  • 1-4 einstaklingar
  • Frítt WiFi
  • Vakning
  • Sjónvarp
  • Sími

STUDIO

Líkt og öll herbergi hótelsins, eru studio íbúðirnar innréttaðar í hefðbundnum norrænum stíl, með parketlögðum gólfum, þægilegum rúmum og hlýlegu litavali.

Þægindi og vellíðan

Gestir okkar geta nýtt sér heitu pottana og gufuböðin sem eru í hótelgarðinum.

Okkar Bistro

Bistro (Bar/Veitingastaður) er á jarðhæð hótelsins. Gestir okkar geta notið fjölda rétta, allan daginn. Bistro veitingahúsið er góður kostur fyrir gesti með fjölbreytt úrval við hæfi hvers og eins. Hér er hægt að sjá okkar bistro matseðil.

Leita