Við á Stracta Hótel á Hellu tökum nú fagnandi á móti hundum í annan studio ganginn okkar og því ekkert mál að skipuleggja fríið með allri fjölskyldunni.

Studio herbergin okkar eru með sérinngangi og því getur hundurinn farið beint af bílastæði inn í herbergi. Góðar gönguleiðir eru í kringum hótelið.

Vinsamlegast kynnið ykkur þessar reglur þegar bókuð er gisting með hundi:
⚪ Við bókun skal taka fram að hundur fylgi, þar sem sérstökum herbergjum er úthlutað.
⚪ Hundar mega ekki vera á almenningssvæðum hótelsins.
⚪ Við inn- og útritun skal hundur bíða bundinn úti eða í bíl og hægt er að ganga beint frá bíl að herbergi með hundinn.
⚪ Hundar skulu vera í taumi á leið til/frá herbergi.
⚪ Hunda skal ekki skilja eftir eina á herbergi.
⚪ Hundar eiga að vera í búri inn á herbergi.
⚪ Hundar skulu vera vel uppaldir og án hávaða.
⚪ Að hámarki er hægt að hafa 2 hunda á herbergi.
⚪ Við innritun skal greiða 4.900 króna þjónustugjald vegna hunds fyrir hvern dag sem dvalið er á hótelinu.
⚪ Eigandi ber ábyrgð á hundinum og mögulegum skemmdum og/eða meiðslum á fólki sem hundurinn kann að valda.
⚪ Virða skal næði annara hótelgesta og því áskiljum við okkur rétt til að vísa hundinum og eiganda af hótelinu verði ónæði vegna hundsins.