Umhverfisstefna Stracta

Okkur á Stracta þykir svo sannarlega vænt um okkar einstöku náttúru! Við erum því staðráðin í að leggja okkar að mörkum við að vernda náttúruna og halda kolefnisspori starfseminnar í lágmarki.

  • Stracta einsetur sér að uppfylla hæstu kröfur í umhverfismálum og sýna það í verki eftir bestu getu.
  • Hótelið mun fræða bæði starfsfólk og gesti um stefnu þess í umhverfismálum.
  • Hótelið leggur sig fram um að draga úr sóun og orkunotkun eftir fremsta magni.
  • Við vöruval er sjálfbærni höfð að leiðarljósi og ávalt skal valin sú vara sem hefur minnst umhverfisáhrif.
  • Reglulega eru framkvæmdar mælingar og úttektir á frammistöðu hótelsins í umhverfismálum.
  • Starfsfólk fær reglulega fræðslu og kennslu í verklagi í takt við umhverfisstefnu hótelsins.
  • Við hvetjum okkar gesti til að sýna ábyrga umgegni í nátturunni.
  • Stracta hefur gróðursett 340.000 tré og stefnir á 550.000 í heildina.

Í stuttu máli snýst umhverfisstefna hótelsins um að stuðla að sjálfbærni með því að endurnýta, flokka, draga úr sóun og orkunotkun.