Stracta Hótel er í eigu feðganna Hreiðars Hermannssonar og Hermanns Hreiðarssonar og fjölskyldna þeirra

Hugmyndin að byggingu hótels kviknaði vegna skorts á gistirými á Suðurlandi. Þá var farið að skoða hvaða staður mundi henta til að koma sem best til móts við óskir gesta. Langflestir koma til Íslands til að njóta náttúru landsins og því lá beinast við að finna stað á Suðurlandi þar sem styst væri til sem flestra náttúruperla. Þannig gætu gestir ferðast út frá hótelinu í dagsferðir til hinna ýmsu áfangastaða Sunnanlands og til Vestmannaeyja. Ennfremur var ákveðið að hafa breidd í gistingu þannig að komið yrði til móts við sem flestar óskir um gistingu, verð og gæði.Um Stracta HótelHreiðar Hermannsson er hótelstjóri Stracta Hótel.