Bæði Bistro og Garður veitingastaðirnir á Stracta Hóteli leggja áherslu á heilsusamlegt fæði sem unnið er úr afurðum í nærliggjandi sveitum.

Athugið: Vegna fjöldatakmarkana og reglna um fjarlægð er ekki hægt að taka á móti eins mörgum gestum samtímis í veitingasölum og venja er. Þess vegna er ekki hægt að ábyrgjast borð handa öllum í kvöldmat - því miður. Nauðsynlegt er að panta borð fyrir fram - því fyrr því betra.

Þriggja rétta máltíð

Forréttur:
Rækjukokteill með kokteilsósu og ristuðu brauði með smjöri

Aðalréttur val um:
Grillaður lax með sykurbaunum, hunagsgljáðu rótargrænmeti, kartöflumús og saffransósu
Eða
Lambafillet með kartöflumús í brúnuðu smjöri ásamt rauðvínssósu og rifnu fennelsalati

Eftirréttur:
Marsípanfylltar pönnukökurúllur með Baileysís, berjum og súkkulaðisósu

Verð á mann er 6.950 kr.
(Vegan- og grænmetiskostur í boði) Vegan réttur

Þorrabakki

Tilvalið fyrir tvo til að fá smá smakk af Þorranum og  njóta saman hvort sem er á undan þriggja rétta kvöldverðarseðlinum okkar eða á Bistroinu okkar.

  • Rúgbrauð 
  • Flatkökur
  • Íslenskt smjör 
  • Harðfiskur 
  • Síld 
  • Súr hvalur 
  • Lifrapylsa 
  • Sviðasulta
  • Rófustappa

Verð á bakka er 3.300 kr.

Þorrabakkinn er í boði frá og með föstudeginum 22. janúar og til og með sunnudagsins 21. febrúar.

 

Þessa seðla þarf að panta með sólarhrings fyrirvara hjá okkur gegnum info@stracta.is eða í síma 531 8010.
Óskum einnig eftir því að valinn sé aðalréttur fyrir þriggja rétta máltíðina með sama fyrirvara.

Bistro

Bistro (Bar/Veitingastaður) er á jarðhæð hótelsins.  Gestir okkar geta notið fjölda rétta. Bistro veitingahúsið er góður kostur fyrir gesti með fjölbreytt úrval við hæfi hvers og eins.

Bistro er opið bæði fyrir gesti og gangandi.

Opnunartími Bistro er:
Mán til föst: kl.18:00 til 21:00
Laug og sunn: kl. 11:30 til 21:00

KVÖLDVERÐAR HLAÐBORÐ
Á veitingarhúsinu Garður

Á Stracta Hótel býðst hópum að njóta kvöldverðar hlaðborðs. Einnig bjóðum við uppá sérútbúið nesti fyrir gesti okkar, sé þess óskað. 

Á kvöldverðarhlaðborðinu okkar er notast við hráefni úr nærliggjandi sveitum.

Athugið: Því miður vegna gildandi sóttvarnaregla erum við ekki með okkar venjulega hlaðborð í gangi.

Fyrir hópa

Kvöldverðarhlaðborð
Við bjóðum hópum að njóta kvöldverðar hlaðborðs. Hlaðborðið er á efri hæð í veitingahúsinu Garður með einstakt útsýni yfir Suðurland. Veitingahúsið leggur áherslu á heilsusamlegt fæði sem unnið er úr afurðum úr nærliggjandi sveitum. 

Skoða nánar

Árshátíðir og veislur

Árshátíðir/Veislur
Árshátíðir fyrirtækja eða vinahópa eiga heima á Stracta Hótel. Við bjóðum þriggja rétta hópakvöldverðarseðla. Hér er allt á einum stað fyrir vel heppnaða árshátíð.

Skoða nánar

Hádegisverður
Við bjóðum hópum að njóta hádegisverðar í veitingahúsinu Garður. Við bjóðum bæði upp á tveggja og þriggja rétta hádegisverð fyrir hópa.  

Skoða nánar

 

Fundir og viðburðir

Fundir/Viðburðir
Við höfum öll tæki, tól og góða aðstöðu fyrir velheppnaða ráðstefnu, fundi eða árshátíð.

Skoða nánar