Kæru ferðalangar á leiðinni heim.

Stracta hótel tekur á móti gestum sem eru í sóttkví.

Allar nánari upplýsingar á info@stractahotels.is eða í síma 531 8010.

Upplýsingar varðandi sóttkví á Stracta.

Á næstu dögum eru þúsundir Íslendinga væntanlegir til landsins erlendis frá. Hluti af þessum hópi býr utan höfuðborgarsvæðisins (þar á meðal margir á Suðurlandi) og leitar því væntanlega eftir gistingu á leið sinni heim. Þessir einstaklingar eiga samkvæmt tilskipun sóttvarnarlæknis að fara í 14 daga sóttkví þegar heim er komið. Sóttkví er varúðarráðstöfun.
 
Landlæknir og sóttvarnarlæknir vilja árétta að einstaklingar sem þurfa sóttkví eru einkennalausir og því ekkert sem bendir til að þeir séu smitandi, svo ástæðulaust er að synja þessum gestum um gistingu. Í samstarfi við Ferðamálastofu tekur Stracta Hótel á móti gestum sem þurfa í sóttkví, til skemmri eða lengri dvalar.
 
Nú sem áður er öryggi gesta og starfsmanna okkar ávallt í forgangi. Við erum að gera allt það sem í okkar valdi stendur til að tryggja það í þessum fordæmalausum aðstæðum í tengslum við þróun kóronaveirunnar, COVID-19.
 
Við á Stracta erum stolt af því að viðhalda háum stöðlum um hreinlæti. Til að bregðast við COVID-19 höfum við gripið til viðbótarráðstafana sem lúta þeim reglum og viðmiðunum sem Landlæknisembættið og alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld hafa sett/gefið út.


Leiðbeiningar fyrir gesti í sóttkví á Stracta:

1. Gestir eiga að gera starfsfólki móttöku Stracta viðvart í gegnum síma 531 8010 um hvenær áætluð koma sé á hótelið. Starfsmaður upplýsir gesti um hvar gistirými er staðsett og setja lykilinn í poka og hengja á herbergishúninn.

2. Ef gestir þurfa einhverja aðstoð eða vilja panta hjá okkur af matseðli bendum við á sjónvarpið í herberginu sem hefur að geyma allar upplýsingar. Einnig má hringja í móttöku í númeri 8010.

Ef upp koma veikindi eða grunur leikur á COVID-19 smiti ber gestum að hafa samband við móttöku og hótelið virkjar viðbragðsáætlun sína ef þess gerist þörf.

3. Við brottför eiga gestir að skilja lykilinn eftir inn á herberginu og gera móttöku viðvart.

Eftir að gestir eru farnir úr herbergjum mun enginn fara inn fyrr en þrír sólarhringar eru liðnir og þá fyrst verður herbergið þrifið og sótthreinsað.

NÁNARI UPPLÝSINGAR VARÐANDI COVID-19