Í samstarfi við Eddu Björgvins býður Stracta upp á námskeið fyrir pör með húmor og hamingju að leiðarljósi.

Húmor og Hamingja í samböndum með Eddu Björgvins

Edda byggir námskeið sín á áralangri reynslu sinni sem leikari og fyrirlesari. Með starfi sínu í leikhúsinu stundaði Edda nám í Menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og skrifaði meistararitgerð um Húmor í stjórnun. Einnig stundaði Edda nám við Háskóla Íslands og lauk námi í Jákvæðri sálfræði og er að auki með diplómu í Strengths profiler styrkleikaþjálfun frá CAPP í London.

Edda hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir ótal mörg fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök lansdins sl. 20 ár.

Edda Bjorgvins 1 Edda Bjorgvins 2

Verð fyrir parið í tveggja manna superior herbergi hjá okkur með morgunverði og þriggja rétta kvöldverði er aðeins 49.000 kr.

Fullkomið að koma á föstudegi og vera alla helgina fyrir aðeins 9.000 kr. aukalega fyrir aðra nótt.


Námskeiðin verða í boði eftirtaldar helgar í maí:

⚪ Lau - Sun 09.-10. maí
⚪ Lau - Sun 16.-17. maí
⚪ Lau - Sun 23.-24. maí
⚪ Lau - Sun 30.-31. maí

Dagskrá:

Dagur 1 - Laugardagur
⚪ 17:00 - 19:00 Fyrsti hluti
⚪ 19:30 - Þriggja rétta kvöldverður með skemmtun undir borðhaldi.

Dagur 2 - Sunnudagur
⚪ 09:00 - Morgunverður
⚪ 10:00 - Annar hluti
⚪ 12:00 - Hádegismatur
⚪ 13:00 - Þriðji hluti
⚪ 15:00 - Kaffihlé
⚪ 15:30 - Fjórði hluti
⚪ 17:00 - Námskeiðslok

Þriggja rétta kvöldverðarmatseðill:

⚪ Sjávarréttasúpa með grilluðum tígrisrækjum og ristuðum kókosflögum.
⚪ Grilluð nautalund með djúpsteiktu smælki, fersku salati og bernaise.
⚪ Súkkulaðikaka með rabbarbarasósu og þeyttum rjóma.


Pantið með því að senda tölvupóst á netfangið info@stracta.is