Ítölsk matar- og menningarveisla 27. og 28. janúar

Helgina 27. og 28. janúar mun stórkotalið Ítalskra matargerða manna standa fyrir matarupplifun á Stracta Hótel.

Ítalski tveggja Michelin stjörnu-kokkurinn, Michele Mancini (Mike), yfirkokkur á hótelinu hans Buffon, Stella Della Versilia, ásamt margverðlaunuðum kjötiðnaðarmanni, Andrea Falachi, mæta á Stracta og stýra galakvöldverðum (sjá dagskrá hér að neðan). Einnig munu þeir standa vaktina í bístróinu hjá okkur í hádeginu helgina 27. - 29. janúar. Þar verður upp á mjög fjölbreyttan og spennandi hádegisseðil sem inniheldur rétti sem hafa aldrei verið á boðstólum á íslenskum veitingastöðum.

Einar Björn Árnason (Einsi kaldi/Einsi freddo) verður til aðstoðar, en hann og Mike eru miklir vinir.

Ambassador hvítu trufflunnar á Ítalíu, Claudio Savini (eigandi Savitar) og sonur hans, Marco Savini, munu stýra því hvernig dýrustu matvælaafurð heimsins verður ráðstafað á diskana.

Stórsöngvarinn Alexander Jarl Þorsteinsson mun sjá um að halda uppi gleðinni með himneskum óperusöng.

Veislustjórar helgarinnar eru ekki af verri endanum. Páll Magnússon stýrir föstudagskvöldinu og Sigmar Vilhjálmsson stýrir laugardagskvöldinu.

Sérvalin léttvín verða á boðstólum frá Zenato og auk þess verða margir ítalskir kokteilar í boði; já og bara almennt hreint dásamlega veigar.

Þetta er einstakur viðburður. Tilvalið fyrir kokka, sælkera og hópa sem vilja borða góðan mat og njóta lífsins.

 

Galakvöldverður

APERITIVO
Byrjað verður kl 19:00 á samveru kokka, skemmtikrafta og gesta þar sem verður í boði ýmsir smáréttir, eins og sgabei (djúpsteikt brauð) með lardo, bruschettu með hvíttrufflu kjúklingalifur, Chianina ragú, trufflu maiki, ýmsar tegundir af salami frá Falaschi feðgum, hvít-trufflu ostaídýfa o.fl. afskaplega girnilegt og gómsætt

PRIMO PIATTO
Ravíóli fyllt með trufflumauki frá Savitar

(fyrir þá sem ekki líkar trufflur er hægt að fá ravíóli með porchini sveppamauki)

SECONDO
Osso buco alla Milanese með íslenskum lambaskanka

DOLCE
Skyramísú

Verð í standard herbergi með galakvöldverð ásamt fordrykk er 40.000 kr. fyrir tvo og bókast á info@stracta.is eða í síma 531 8010

Við gerum tilboð fyrir stóra hópa.

Galakvöldverður án gistingu er 12.990 kr. á mann

 

Á hótelinu verða alla helgina kynningar á vínum, salami, trufflu-afurðum, hunangi frá einum virtasta hunangs bónda heims og mörgu fleira sem sjaldan eða aldrei hefur verið á boðstólum á Íslandi.

 

Einnig verður boðið upp á kynningar og smakk frá paradísareyjunni, Formentera, þar sem Erró hefur valið að dveljast löngum stundum, en það munu Alberto Kappé og Pep Maynes, sjá um.

 

Stefnt er að því að halda námskeið í gnhocci-gerð, og ýmsu tengt kjötiðnaðarmanninum Andrea Falaschi.

 

Bistro matseðill

Í hádeginu fösudaginn 27., laugardaginn 28., og sunnudaginn 29. janúar verður sérstakur ítalsk-íslenskur hádegisseðill á Stracta Bistro okkar (uppistaðan í réttunum verða trufflu vörur frá Savitar og hráskinka og salami frá þeim Falaschi feðgum). Einnig er boðið upp á Parmigiano af einstöku kúakyni, óviðjafnanlegt hunang o.fl. dásamlegt:

 

  • Öflugur trufflu-hamborgari, með trufflu-mauki, gratineruðum trufflu- osti og ýmsu fleiru.
  • Grilluð hunangsmelóna, hráskinka og hvít-trufflu Saba.
  • Blandaður bruschettu platti með hvít-trufflu kjúklingalifur, Chianina ragú, ostum og nokkrum himneskum hunangstegundum.
  • Porchetta.
  • Cesera salat með himnesku hvítvíns hvít-trufflu ediki (Oro Bianco).
  • Íslensk-ítalskar kjötbollur með dásamlegri marinara sósu frá Savitar feðgum.
  • Tagliatelle með Chianina ragú.
  • Blandaður salami- og ostabakki með trufflu- og Liguria-hunangi (valið best í heimi).

Dagskrá og matseðill ítalskra daga á Stracta 27, 28, og 29. janúar 2023

Festa del cibo e della cultura Italiana allo Stracta Hotel il 27, 28 e 29 gennaio 2023

Italian food and culture festival at Stracta Hotel - 27th, 28th and 29th of January 2023